16 Febrúar 2015 14:14

Við venjubundið eftirlit lögreglu við komu Herjólfs til Vestmannaeyja að kvöldi 13. febrúar sl.   hafði lögreglan afskipti af karlmanni á þrítugsaldri vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis.  Við leit lögreglu fundust um 100 gr. af maríhúana, 50 gr. af amfetamíni og um 2 gr. af kókaíni og viðurkenndi maðurinn að vera eigandi efnanna.   Maðurinn var í framhaldi af því handtekinn og vistaður í fangageymslu.   Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna hinna ýmsu mála m.a. fíkniefnamála.  Málið telst að mestu upplýst.