4 Júlí 2008 12:00

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók mann um tvítugt við komu Herjólfs til Vestmannaeyja í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis.

Við leit í farangri hans fundust um 80 gr. af ætluðu hassi, sem lögreglan lagði hald á.  Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn brot sitt og telst málið að mestu upplýst.  Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnabrota.