2 Ágúst 2006 12:00

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um 8 gr. af hassi, 2 gr. af amfetamíni og eina E-töflu sem karlmaður bar innvortis við komu Herjólfs til Vestmannaeyja í gærkvöldi.  Efnin fundust eftir að fíkniefnaleitarhundurinn Sjarmi hafði sýnt manninum áhuga og í framhaldi af því var farið með manninn á Heilbrigðisstofnun Vestmananeyja í röntgenmyndatöku og komu efnin þá í ljós.  Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að vera eigandi efnanna og telst málið upplýst.