12 Mars 2009 12:00

S.l. þriðjudagskvöld handtök lögreglan á Akureyri tvo karlmenn á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli eftir að þeir voru stöðvaðir á bifreið við eftirlit.  Í framhaldinu framkvæmdi lögreglan síðan húsleit á heimilum beggja mannanna þar sem fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu, nokkur grömm af fíkniefnum, kannabisfræ, sterar og loftskambyssa. Voru þessir hlutir haldlagðir. Auk þess er annar mannanna grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna.

Í gærkvöldi var síðan maður um tvítugt handtekinn á Akureyri með smáræði af kannabisefnum á sér. Allir þessir aðilar voru látnir lausir að loknum skýrslutökum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíknefnamál til lögreglunnar.