17 Mars 2010 12:00

Fimm menn eru í haldi lögreglunnar á Selfossi vegna innbrota í eina átta sumarbústaði í landi Nesja og  í Svínahlíð við vestanvert Þingvallavatn.  Það voru rannsóknarlögreglumenn á lögreglustöðinni í Kópavogi sem komust á sporið í gær í tengslum við rannsókn máls þar.  Maður sem var í haldi Kópavogi var fluttur í fangageymslu á Selfossi og hann yfirheyrður í morgun.  Í ljós kom að hann var á reynslulausn.Lögreglustjórinn á Selfossi gerði kröfu hjá Héraðsdómi Suðurlands um að manninum yrði gert að afplána 180 daga eftirstöðvar reynslulausnar sem honum hafði verið veitt.  Dómari varð við kröfunni og mun Fangelsismálastofnun fá manninn í hendur þegar yfirheyrslum er lokið yfir honum.   Í tengslum við rannsókn málsins voru fjórir aðrir menn handteknir í Árnessýslu og í Reykjavík og þeir yfirheyrðir á Selfossi. Rannsóknin hefur verið unnin í mikillri og góðri samvinnu við rannsóknarlögreglumenn af lögreglustöðinni í Kópavogi og í Mosfellsbæ.