8 Apríl 2010 12:00

Í síðustu viku var hópur tíu finnskra lögreglunema í vettvangsferð hér á landi ásamt kennara sínum. Nemarnir er á fyrsta ári í lögreglunámi við lögregluskólann í Tampere. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast skipulagi lögreglunnar og starfsemi hennar. Nemarnir heimsóttu Lögregluskóla ríksins, lögreglu höfuðborgarsvæðisins og embætti ríkislögreglustjóra. Hjá ríkislögreglustjóra fengu nemarnir kynningu á skipulagi lögreglunnar í landinu og yfirlit yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á lögreglunni sem og þær sem fyrirhugaðar eru í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra. Þá heimsóttu nemarnir sérsveitina, fjarskiptamiðstöðina og samhæfingastöð almannavarna. Myndir af heimsókninni má sjá hér að neðan.