4 Júní 2010 12:00
Seint að kveldi þriðjudagsins 1. júní sl. voru eftirlitsmenn Fiskistofu við eftirlit á Suðureyri. Þar var verið að landa afla af ákveðnum báti. Eftirlitsmenn urðu þess varir að hluta aflans var landað fram hjá hafnarvoginni. Lögreglan á Vestfjörðum var kölluð til. Rannsókn lögreglu og Fiskistofu hófst þá þegar og voru þrír aðilar handteknir, þ.e.a.s. verkstjóri fiskvinnslufyrirtækis á Suðureyri, sem jafnframt var stjórnandi lyftarans sem vann við löndunina, skipstjóri viðkomandi báts og loks starfsmaður Ísafjarðarhafna, þ.e.a.s. sá er annaðist vigtunina á hafnarvigtinni í viðkomandi löndun. Þeir voru yfirheyrðir og látnir lausir er málið taldist upplýst, eða að kveldi miðvikudagsins 2. júní sl.
Aflinn sem landað var fram hjá hafnarvoginni reyndist vera 1000 kg. af þorski.