18 Júní 2020 12:52
Í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga þann 17. júní sl. voru lögreglumenn Fjarskiptamiðstöðvar spariklæddir í skínandi hvítum skyrtum.
Dagvaktin pulsaði sig upp í tilefni dagsins með grilluðum vínarpylsum og „tilbehör“. Þótti tiltækið við hæfi enda má flokka pylsubita sem einn af þjóðarréttum Íslendinga.
Ágæti pylsunnar hefur breiðst út um veröld víða. Eins og flestir muna hitti rétturinn Bill Clinton beit í hjartastað þarna forðum daga. Honum fannst, eins og okkur, pylsan góð.
Starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar sendir landsmönnum öllum hátíðarkveðjur.