7 Mars 2005 12:00

Lögreglan í Reykjavík vill vara fólk við fjársvikum á netinu en nokkur fjársvikamál hafa verið kærð til embættisins.  Meðal annars hafa óprúttnir aðilar notfært sé eBay til fjársvika. Lýsing brotsins er að jafnaði sú sama. Fórnarlambið sér vöru auglýsta á eBay sem viðkomandi hefur áhuga á. Um getur verið að ræða t.d. sjaldgæft hljóðfæri eða eftirsótt tæki. Fjársvikarinn stofnar til uppboðs og fólk byrjar að bjóða í hlutinn. Þannig kemst fjársvikari í tengsl við fórnarlambið. Þegar einn eða fleiri hafa boðið í vöruna þá er uppboðinu aflýst og fórnarlambið fær síðan sendan tölvupóst í gegnum eBay þar sem viðkomandi er boðin varan til sölu beint án milligöngu eBay. Varan er boðin á mun hagstæðara verði en fram kom á uppboðinu.  Áframhaldandi samskipti eru síðan gerð án samskiptakerfis eBay. Samningar nást milli aðila og kaupandinn sendir peninga til hins grunaða. Peningarnir eru sóttir í banka og hverfa en engin vara skilar sér til kaupanda.

Á uppboðsvefnum eBay eru kynntar ýmsar reglur og leiðbeiningar sem minnka verulega hættuna á því að lenda í fjársvikum í samband við viðskipti á netinu. Umræddar leiðbeiningar eiga raunar við um öll viðskipti í gegnum Internetið.  Sjá betur á eftirfarandi heimasíðu eBay:

http://pages.ebay.com/help/confidence/isgw-fraud-sending-payments.htmlhttp://pages.ebay.com/securitycenter/buying_paying.html

http://pages.ebay.com/securitycenter/law_case_study.htmlen efst á síðunni eru þessi varnaðarorð vegna viðskipta í gegnum eBay:- Never use instant cash transfer services such as Western Union or MoneyGram International to pay for your eBay purchases.- Never go ‘off-eBay’ to complete a transaction.Sé þessum tveimur varnaðarreglum fylgt minnkar hætta á fjársvikum verulega.

Jafnframt er á heimasíðu eBay upplýsingar um kosti og galla mismunandi greiðsluaðferða, sjá eftirfarandi netslóðhttp://pages.ebay.com/help/confidence/isgw-fraud-sending-payments.html

Seljandi gefur upp rangar upplýsingar um sjálfan sig.

Einnig er þekkt að notaðar eru margskonar sölusíður til að auglýsa vöru til sölu á netinu. Í slíkum tilvikum getur verið gagnlegt að kanna uppruna tölvupósts sem kemur frá seljanda. Það er gert með því að skoða haus tölvupóstsins, á ensku „header“ eða „full headers“. Slíkur haus gæti litið út á eftirfarandi hátt:Microsoft Mail Internet Headers Version 2.0Received: from xxxx.xxx.is ([10.105.255.2]) by mail.xxx.is with Microsoft SMTPSVC(5.0.2195.6713);Thu, 3 Mar 2005 16:54:13 +0000Received: from cm-net-cwb-C8B03662.brdterra.com.br (cm-net-cwb-C8B03662.brdterra.com.br [200.176.54.98])by xxxx.xxx.is (8.12.11/8.12.11) with SMTP id j23Gs89s019126for ; Thu, 3 Mar 2005 16:54:12 GMTMessage-ID: <818101c52010$31f95227$18b3a22b@aboriginalaustralia.com>From: „Paul A. Davis“ To: XXXXXXX@xx.isSubject: =?iso-8859-1?B?Q2lhbGlzIC0gJDEuNTAvZG9zZQ==?=Date: Thu, 03 Mar 2005 16:45:30 +0000MIME-Version: 1.0Content-Type: multipart/related;type=“multipart/alternative“;boundary=“—-=_NextPart_000_0000_F80DA483.09066C95″X-Priority: 3X-MSMail-Priority: NormalX-Mailer: Microsoft Outlook Express 6.00.2600.0000X-MimeOLE: Produced By Microsoft MimeOLE V6.00.2600.0000X-Virus-Scanned: ClamAV 0.82/743/Thu Mar 3 00:02:05 2005 on xxx.xxx.isX-Virus-Status: CleanX-Spam-Checker-Version: SpamAssassin 2.64 (2004-01-11) on xxx.xxx.isReturn-Path: griswold@aboriginalaustralia.comX-OriginalArrivalTime: 03 Mar 2005 16:54:13.0151 (UTC) FILETIME=[A0A332F0:01C52011]

Ef farið er inn á slóðina http://www.traceroute66.com/ þá er hægt að slá þar inn ip tölur eða vefslóðir og rekja síðan hvar viðkomandi er staddur. Í tilvikinu hér að ofan þá skrifar Paul A. Davis frá netfanginu griswold@aboriginalaustralia.com en lénið aborginalaustralia.com er vissulega skráð í Ástralíu en viðkomandi skrifar frá ip tölunni 200.176.54.98 en sú ip tala er skráð í Brasílíu eins og sést ef að ip tölunni er flett upp á síðunni http://www.traceroute66.com/.

Sem dæmi þá var kærandi í einu máli hjá lögreglunni að skrifast á við einstakling sem sagðist vera í Bretlandi en þegar gerð var rakning á ip tölur viðkomandi kom í ljós að hann var að skrifa frá ip tölu sem skráð var í Rúmeníu. Það er algengt að fólk segist búa í einhverju landi en þegar betur er að gáð þá er viðkomandi að skrifa frá allt öðru landi en hann segist búa í.

Önnur góð regla til að fara eftir er sú að ef vara er boðin á óvenjulega lágu verði eða tilboði sem er of gott til að vera satt þá er það of gott til að vera satt. Óprúttnir nýta sér oft að fólk telur sig hafa dottið í lukkupottinn og gætir sín því ekki í gleði sinni og ákafa yfir því að hafa dottið niður á frábært tilboð.

f.h. Lögreglunnar í Reykjavík

Ingólfur Bruun

rannsóknarlögreglumaður