29 Desember 2006 12:00

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá embætti ríkislögreglustjóra um fjölda brota frá 1. janúar til 27. desember 2006 er fjöldi hegningarlagabrota svipaður í ár og árið 2005. Umferðarlagabrotum fjölgar hins vegar nokkuð milli ára einkum vegna fjölgunar hraðakstursbrota.

Líkt og fyrri ár fjölgar fíkniefnabrotum nokkuð milli ára eða um 50% sé miðað við frávik árið 2006 frá meðalfjölda brota 2001 til 2005. Á sama tíma hafa lögregla og tollur lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum það sem af er þessu ári samanborið við fyrri ár.

Samantekt um fjölda afbrota árið 2006 má nálgast hér.