28 Desember 2007 12:00

Fjöldi hegningarlagabrota árið 2007 var rúm 13 þúsund brot sem er svipaður fjöldi og árið á undan. Umferðarlagabrot voru hins vegar fleiri en síðustu fjögur ár sem má einkum rekja til fjölgunar hraðakstursbrota.

Fíkniefnabrotum fjölgar um 16% árið 2007 ef miðað er við meðalfjölda brota árin 2002-2006 (mynd 2) og brotum gegn lífi og líkama um 6%. Áfengislagabrotum og brotum gegn friðhelgi einkalífsins fækkaði hins vegar um fjórðung frá meðaltali áranna 2002-2006 og auðgunarbrotum um 29%. Skjalafalsbrot voru 213 talsins það sem af er ári 2007 en 362 að meðaltali 2002-2006, sem jafngildir 41% fækkun.

Samantekt um fjölda afbrota árið 2007 má nálgast hér.