23 Október 2013 12:00

 Flest hraðakstursbrot sem varða sviptingu ökuréttar eiga sér stað á þjóðvegum landsins en þar er hámarkshraðinn víðast hvar 90 km/klst.. Gerist ökumaður sekur um hraðakstursbrot á 141 km/klst eða meira er hann sviptur ökuréttindum. Á tímabilinu jan.-sept., árin 2012 og 2013 náðust slík brot í langflestum tilfellum á hraðaratsjár lögreglunnar en aðeins að litlum hluta á sjálfvirkar stafrænar hraðamyndavélar eða undir 10% brotanna. Flest brotanna áttu sér stað milli kl. 12:00 og 17:59 bæði árin eða um 43%. Flest brot á 141 km/klst. eða meira áttu sér stað í umdæmi lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, þar á eftir lögreglunnar á Suðurnesjum, svo Hvolsvelli, Snæfellsnesi, Selfossi og Akureyri.

Sjá afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir sept. 2013 hér.