15 Janúar 2003 12:00

Tölur úr málaskrá lögreglunnar í Vestmannaeyjum 2002.

Fjöldi mála í málaskrá voru 1121 á árinu 2002, sem er yfir 20% aukning frá árinu áður.

Flest mál voru flokkuð undir umferðarlög eða 600, mál undir hegningarlög voru 216, sérrefsilög voru 150 og mál sem flokkast undir ýmislegt voru 155.

Af umferðarlagabrotum voru 244 mál vegna vanrækslu við að færa bifreið til skoðunar, 75 vegna öryggisbelta, 67 stöðubrot, 64 vegna hraðaksturs, 40 stöðvunarskyldu eða ekið gegn rauðu ljósi, 12 ölvunarakstrar, 4 kærur vegna notkunar síma við akstur án handfrjáls búnaðar og afgangurinn var sitt lítið af hverju.

Af hegningarlagabrotum voru flestar eignaskemmdir, en þau mál voru alls 77, þjófnaðir 72, 30 líkamsárásir, 4 nytjastuldir og önnur mál dreyfðust á ýmis ákvæði.

Af sérrefsilagamálum voru mál skráð undir ýmis skattalög flest eða 67, fíkniefnalög 30, áfengislög 28 og minna af öðru.

Í flokknum ýmislegt kennir margra grasa, s.s. ýmsar tilkynningar og skýrslur 58, umferðaróhöpp 45, ýmis slys 23, brunar 21, sjóslys 3 og annað 5.

Af samanburði milli áranna 2001 og 2002 er það helst markvert að ölvunaraksturs- og líkamsárásarkærum fækkar nokkuð, þeim fyrrnefndu um næstum helming og þeim síðarnefndu um þriðjung.  Kærum vegna hraðaksturs fjölgar um meira en 100%, fíkniefnabrotum um þriðjung og þjófnuðum og eignaskemmdum um 20%.