7 Janúar 2011 12:00

Ákærum hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur fjölgað verulega á milli ára eða úr 21 ákæru á árinu 2007 í 62 ákærur á árinu 2010. Á árinu 2008 voru gefnar út 42 ákærur og 47 á árinu 2009. Á þessum fjórum árum eru útgefnar ákærur 172 talsins.

Um áramótin 2009-2010 voru 133 mál í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild. Á árinu 2010 voru málin flest 139 og var rík áhersla lögð á að ljúka málum innan þeirra tímamarka sem mælt er fyrir um í málsmeðferðarreglum ríkissaksóknara.

Til að bregðast við þessum fjölda mála voru gerðar ýmsar skipulagsbreytingar á starfsemi deildarinnar. Um síðustu áramót voru 57 mál til meðferðar í deildinni. Nánari upplýsingar má sjá á töflum hér að neðan.  

  Tafla 1: Fjöldi mála í vinnslu, 03.01.2011

 Staða máls

Des.09

Apr.10

Jún.10

Ág.10

Okt.10

Nóv.10

Jan.11

Bíður ákvörðunar

(0)

7

3

4

1

1

1

Bíður rannsóknar

35

36

37

41

36

33

37

Í rannsókn

53

51

27

21

15

14

10

Í bið

(0)

(0)

16

16

16

3

2

Til meðferðar hjá saksóknara

45

41

44

47

38

13

7

Heildarfjöldi

133

135

127

129

106

64

57

Tafla 2: Aldur mála í vinnslu, 03.01.2011

Ár

Des.09

Apr.10

Jún.10

Ág.10

Okt.10

Nóv.10

Jan.11

2005

2

2

1

1

1

1

2006

2

1

1

2007

6

4

3

3

3

2

2

2008

23

18

16

15

14

10

5

2009

100

79

74

72

60

29

21

2010

31

32

38

28

22

29

Heildarfjöldi

133

135

127

129

106

64

57

Af 57 málum sem eru nú til rannsóknar í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra eru 12 mál vegna ætlaðra brota á gjaldeyrishöftum. Mörg þeirra mála eru umfangsmikil og flókin og teygja anga sína til annarra landa.   

Nánari upplýsingar veitir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra.