13 Mars 2009 12:00

Þjófnuðum og innbrotum hefur fjölgað verulega frá því seinni hluta árs 2008 og fram í byrjun árs 2009. Í samantekt ríkislögreglustjóra sem hér er birt er skoðað tímabilið frá október 2008 fram í mars 2009 með tilliti til fjölda brota, kæra og kærðra í þjófnuðum og innbrotum um allt land og borið saman við tímabilið október 2007 fram í mars 2008. Niðurstöður sýna að brotin eru 98% fleiri en yfir sama tímabil árið á undan. Fleiri einstaklingar eru í hópi grunaðra en athygli vekur að aldurssamsetning og kynjaskipting er svipuð þegar tímabilin eru borin saman.

Samantektina má nálgast hér.