3 September 2015 09:48

Dagana 30. ágúst til 1. september s.l.  var haldinn fjölmennur fundur norrænna kennslanefnda hér á landi. Um er að ræða árlegan fund.  Fundarmenn voru 47 og  þar af komu 34 erlendis frá. Þátt tóku lögreglumenn, sérfræðingar innan lögreglunnar, réttarlæknar og réttartannlæknar.

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, opnaði fundinn og skýrði frá því að tekin hafi verið ákvörðun um að styrkja nefndina m. a. í ljósi stóraukins ferðamannastraums til landsins. Einnig kom hann inn á samstarfssamning þann sem undirritaður var við KRIPOS, norsku ríkisrannsóknarlögregluna, á síðasta ári um þjálfun og aðstoð við stærri atburði.

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra undirbjó dagskrá fundarins ásamt vettvangsferð í Samhæfingarstöð almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjunum, tók á móti hópnum. Á fundinum kynnti Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, hvernig staðið er að eflingu nefndarinnar hér á landi s.s. með aukinni þjálfun og kaupum á nauðsynlegum búnaði. Því starfi miðar  vel. Næsti fundur af sama tagi verður haldinn að ári í Finnlandi.

IMG_0090 (2)

Fundargestir

 

IMG_2788

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Per Angel formaður norsku kennslanefndarinnar hjá KRIPOS og Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra.