2 Febrúar 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt svokallaðan Fjölskyldudag fyrir starfsmenn sína á laugardaginn. Uppákoman heppnaðist í alla staði mjög vel og féll sérstaklega í kramið hjá ungu kynslóðinni. Lúlli löggubangsi rak inn nefið og vakti mikla lukku, rétt eins og lögregluhundurinn sem kom á svæðið en krakkarnir vildu ólmir fá að klappa honum. Mörgum þótti líka mjög spennandi að fá að tylla sér á bifhjólin en hér eru tveir krakkar að skoða græjurnar með aðstoð fagmanna.