19 Maí 2015 09:11

Í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra fyrir apríl má sjá að skráðar líkamsárásir voru fleiri á síðustu 12 mánuðum en á sama tímabili síðustu tvö ár á undan. Á sama tíma og skráðum líkamsárásum fjölgar, fjölgar tilfellum um heimilisofbeldi og má útskýra það að vissu leyti með aukinni áherslu lögreglu á málaflokkinn, ásamt bættum skráningum tengdu því.

Afbrotatíðindin í heild sinni má finna hér: Afbrotatíðindi fyrir allt landið – apríl 2015