20 Maí 2014 12:00

Í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra kemur fram að ef þróun brota síðustu 12 mánuði er skoðuð má sjá að hegningarlagabrotum hefur á heildina litið farið fækkandi. Af helstu flokkum hegningarlagabrota má sjá að innbrot, líkamsárásir og eignaspjöll eru færri á síðastliðnum 12 mánuðum en á sama tímabili árið á undan.

Þegar skráð brot gegn valdstjórninni sem beinast gegn lögreglumönnum eða störfum þeirra eru skoðuð má sjá að frá árinu 2007 til 2013 voru flest slík brot 379 á einu ári og var það árið 2008. Síðan þá hefur þessum brotum farið fækkandi frá ári til árs þar til að þeim fjölgaði aftur árið 2012. Sú aukning hélt ekki áfram árið 2013 en voru brotin þó fleiri en árið 2011.  Ef hver undirflokkur fyrir sig er skoðaður má sjá að frá árinu 2009 (fyrir utan árið 2011) hefur skráðum brotum þar sem fyrirmælum lögreglu er ekki hlýtt fjölgað og voru þau 150 árið 2013 miðað við 133 árið 2009. Árið 2014 hafa verið fleiri slík brot verið skráð að meðaltali í mánuði heldur en síðustu ár.Öðrum skráðum brotum gegn lögreglumönnum hefur fækkað og fjölgað til skiptis frá árinu 2010.

Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir apríl má nálgast hér.