23 Júlí 2013 12:00

Hegningarlagabrotum og auðgunarbrotum hefur farið fækkandi síðustu 12 mánuði, með nokkrum sveiflum þó.

Síðustu 12 mánuði hafa verið færri innbrot og eignaspjöll heldur en á sama tímabili árin þar á undan. Það sama á ekki við um líkamsárásir/meiðingar en smávægileg aukning hefur verið frá ári til árs í þeim málaflokki. Fjöldi líkamsárása/meiðinga hefur verið stöðugur þegar bornir eru saman mánuðir og einnig vikudagar og hefur verið svo síðustu ár. Sú aukning sem má sjá hefur því dreifst jafnt og þétt yfir tímabilið fyrir utan hlutfallslega fleiri brot í mars 2013 miðað við aðra mánuði það ár og árin á undan.

Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.