20 Desember 2006 12:00

Þrjár af fjórum almannavarnarnefndum í Árnessýslu funduðu á lögreglustöðinni á Selfossi kl. 11:30.   Á fundinum sátu einnig fulltrúar Vatnamælinga og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.   Fyrir liggur að vatnshæð á mælum við Fremstaver hefur ekki fallið og má búast við miklu rennsli í Hvítá og Ölfusá enda mikið vatn í hliðarám.  Veðurspá gerir ráð fyrir mikilli rigningu næstu daga.

Íbúar og sumarhúsaeigendur í Árnessýslu eru hvattir til að gæta að eignum sínum.   Eigendur búsmala eru jafnframt hvattir til að gæta að því að ekki sé hætta á að hann verði innlyksa.

Frekari upplýsingar verða gefnar á vef lögreglunnar  ( www.logreglan.is ) og í fréttatímum fjölmiðla eftir því sem þurfa þykir.  Jafnframt er fólki bent á upplýsingavef vegagerðarinnar ( www.vegagerdin.is ) og upplýsingasíma 1777 þar sem hægt er að fá upplýsingar um færð á vegum.