2 Júlí 2009 12:00

Flugvél brotlenti við veiðihúsið við Selá í Vopnafirði upp úr kl. 16:00 í dag. Tveir menn voru í flugvélinni, annar maðurinn lést við brotlendinguna en hinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði og flugslysanefnd fara með rannsókn málsins. Frekari upplýsingar verða ekki gefnar að svo stöddu.