16 Febrúar 2007 12:00

Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn við embætti ríkislögreglustjóra flyst til starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hinn 1. mars nk. Hlutverk hans verður að stýra innri endurskoðun embættisins.

Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn við embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu flyst til embættis ríkislögreglustjóra hinn 1. mars nk. Ásgeir mun fara með daglega stjórn greiningardeildar ríkislögreglustjóra.