10 Janúar 2003 12:00

Fræðslufundir fyrir foreldra um fíkniefnamál

Vikuna 10. mars – 16. mars verða haldnir fræðslufundir fyrir foreldra grunnskólanemenda sem hér segir:

Mán. 10. mars kl. 17-19 Hagaskóli. Eftirfylgd, 10. bekkur og foreldrar Mán. 10. mars kl. 20-22 Álftamýrarskóli. Foreldrar nemenda í 9. bekkÞri.   11. mars kl. 17-19 Ölduselsskóli. Foreldrar nemenda í 8. bekk Þri.   11. mars kl. 20-22 Álftamýrarskóli. Eftirfylgd, 10. bekkur og foreldrarMið.  12. mars kl. 17-19 Ölduselsskóli. Eftirfylgd, 10. bekkur og foreldrarMið.  12. mars kl. 20-22 Klébergsskóli. Eftirfylgd, 10. bekkur og foreldrarFim.  13. mars kl. 20-22 Setbergsskóli. Foreldrar nemenda í 9. bekk

Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna – Forvarnir hefjast heima!

„Hættu áður en þú byrjar“ er fræðsla ætluð nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Fræðslan er samstarfsverkefni Lögreglunnar, Félagsþjónustunnar og Marita, forvarna- og hjálparstarfs. Hún fer þannig fram að unglingunum er sýnd ný íslensk mynd um veruleika fíkniefnaheimsins á Íslandi. Þá heldur fyrrum fíkniefnaneytandi fyrirlestur þar sem hann hvetur krakkana til að gera strax upp hug sinn gagnvart fíkniefnum og reynir að fá þau til að taka afstöðu gegn fíkniefnum verði þeim boðin þau. Lögreglumaður útskýrir hvaða afleiðingar fíkniefnaneysla getur haft í för með sér fyrir líf einstaklingsins og unglingaráðgjafi frá félagsþjónustunni ræðir um úrræði og kynnir fyrir þeim hvert þau geta leitað ef þau þurfa aðstoð.

Til að fylgja fræðslunni eftir er boðað til kvöldfundar með kennurum, foreldrum og forráðamönnum nemendanna. Sömu aðilar og ræddu við börnin hitta foreldranna. Þeim er sýnd sama myndin og farið í gegn um það sem rætt var við börnin. Auk þess er farið inn á hvað þau sem foreldrar geti gert ef grunur er um neyslu barna á fíkniefnum, lögð er áhersla á að foreldrar séu samtaka um að virða útivistarreglur og leyfa ekki foreldralaus samkvæmi. Fjallað er um hvernig foreldrar og forráðamenn geti sem best tryggt velferð barna sinna. Foreldrum er jafnframt bent á hvert þau geta leitað ef vanda ber að höndum.