28 Ágúst 2013 12:00

Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar kom saman í dag og fór m.a. yfir viðbrögð við óveðri sem spáð er næstkomandi föstudag og laugardag þar sem vænta má snjókomu til fjalla með hættu fyrir búfé og ferðalanga. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur aflað sér hafa sveitarstjórnir í umdæminu í samráði við fjallskilastjóra þegar gert ráðstafanir til að smala fé og koma því úr hættu. Nefndin hvetur alla sem hafa vitneskju um ferðalanga sem ætla sér að vera á fjöllum um helgina að gera ráðstafanir til að hægt sé að vara þá við. Nefndin mun áfram fylgjast með framvindu mála ef aðstæður munu breytast í umdæminu.

Þá hvetur lögreglan á Akureyri fólk í umdæminu til að huga að lausum hlutum og ganga úr skugga um að þeir geti ekki fokið.