26 Júní 2008 12:00

Við umferðareftirlit í gærkvöldi stöðvuðu lögreglumenn á Hvolsvelli ökumann fyrir of hraðan akstur. Afskiptin leiddu til þess að um 4 grömm af ætluðum kannabisefnum fundust og er ökumaður einnig grunaður um akstur undir áhrifum ólöglegra ávana og fíkniefna.

Lögreglan fékk einnig tilkynningu um akstur utan vegar við Hvolsvöll síðar í gærkvöld og hugðust lögreglumenn stöðva ökumanninn sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum þeirra. Eftir stutta eftirför stöðvaði hann loks og var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur.

9 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þar af þrír yfir 130 km/klst og sá sem hraðast ók var á 138 km/klst.