26 Ágúst 2002 12:00

Föstudaginn 24. ágúst s.l. lauk inntökuprófum vegna inntöku nýnema fyrir skólaárið 2003.

163 umsóknir bárust valnefnd Lögregluskólans, 29 af þeim sem sóttu um skólavist uppfylltu ekki almenn inntökuskilyrði og því voru 134 boðaðir í inntökupróf.

Sérstaka athygli vakti að 21 af þeim umsækjendum sem voru boðaðir í inntökupróf mættu ekki til prófanna og tilkynntu ekki forföll.

Af þeim 113 sem þreyttu inntökuprófin féllu 23 í þrekprófum og 3 í bóklegum prófum.

Það verða því 87 umsækjendur sem verða boðaðir til viðtals fyrir valnefnd Lögregluskólans sem hefur það hlutverk að velja 40 hæfustu einstaklingana úr þeim hópi.

Fundir valnefndarinnar verða 16. – 19. september og 24. og 25. september n.k.