21 Febrúar 2024 14:33

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar hefur undanfarið haft umsjón með gerð og framleiðslu fræðslumyndbanda er varða málefni fólks með fötlun og lögreglunnar. Markmiðið með myndböndunum er að starfsfólk lögreglu öðlist betri skilning á ólíkum birtingarmyndum fötlunar og hagnýta fræðslu og leiðbeiningar um samskipti við fatlað fólk.

Verkefnið var styrkt af Félagsmálaráðuneytinu og kemur til í kjölfar skýrslu greiningardeildar um ofbeldi gegn fólki með fötlun. Þar kom meðal annars fram að fatlað fólk sé oftar fórnarlamb ofbeldis.

Fræðslumyndböndin fjalla bæði um líkamlegar og andlegar birtingarmyndir fötlunar og var verkefnið unnið í góðri samvinnu við helstu samtök, stofnanir og háskóla sem vinna að málefnum fólks með fötlun.