1 Desember 2006 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur ráðið Jónas Inga Pétursson sem framkvæmdarstjóra rekstrar hjá embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar 2007. Jónas lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MBA prófi frá Norwegian School of Management í Osló árið 2002. Jónas hefur starfað á rekstrar- og fjármálaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá árinu 2002.