6 Ágúst 2011 12:00

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í morgun mann sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um nauðgun í Vestmanneyjum 31. júlí s.l. í áframhaldandi gæsluvarðhald til kl. 14:00 2. september 2011.  Úrskurðurinn byggir á 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.   Áfram er unnið að rannsókn málsins og verða frekari upplýsingar um gang hennar ekki  veittar að sinni.