12 Nóvember 2022 12:36

Í sameiginlegum aðgerðum lögreglu var 22 einstaklingum vísað frá landinu í gær með vísan til allsherjarreglu og almannaöryggis. Til skoðunar er frávísun 5 einstaklinga til viðbótar. Lögum samkvæmt tekur Útlendingastofnun ákvörðun um frávísun að fengnu áhættumati embættis ríkislögreglustjóra.

Um er að ræða umfangsmikla aðgerð og mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu vegna málsins. Málið var unnið í góðu samstarfi lögreglunnar á Suðurnesjum, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis ríkislögreglustjóra og Útlendingastofnunar.

Öllum fyrirspurnum skal beina til lögreglunnar á Suðurnesjum, sem stýrir aðgerðum vegna málsins.