26 Janúar 2011 12:00

Í desember s.l. voru valdir 20 nýnemar til að hefja nám við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins. Ætlunin var að nám þeirra hæfist þriðjudaginn 1. febrúar 2011 en forsenda þess að svo mætti verða var að áður væri búið að gera breytingar á lögreglulögum og kjarasamningi lögreglumanna varðandi launagreiðslur til nemenda í grunnnámi skólans. Nú er ljóst að þessar breytingar munu ekki ná fram að ganga í tæka tíð og því hefur verið ákveðið að fresta upphafi grunnnámsins, með sömu forsendu og áður er nefnd, til 1. mars 2011.

Nýnemunum 20 hefur verið tilkynnt þessi breyting og þeir hafa allir svarað því til að þeir þiggi skólavistina þrátt fyrir frestunina.