6 Apríl 2005 12:00

Ríkislögreglustjóri sendi Fréttablaðinu eftirfarandi orðsendingu í dag vegna fréttaflutnings blaðsins um bílamál lögreglunnar og sökum þess að blaðið hefur ekki fengist til að birta athugasemdir embættisins:

„Ríkislögreglustjóri hefur margítrekað óskað eftir því við Fréttablaðið að það birti athugasemdir sem embættið hefur gert við fréttaflutning blaðsins af bílamálum lögreglunnar. Fréttablaðið hefur ekki orðið við þeim beiðnum. Hins vegar heldur Fréttablaðið áfram að birta rangar og villandi upplýsingar um bílamál lögreglunnar, nú síðast í dag. Fréttablaðið vill því hvorki birta athugasemdir frá ríkislögreglustjóra né hafa það sem sannara reynist.“

Hér á lögregluvefnum eru athugasemdir embættisins sem Fréttablaðið er ófáanlegt til að birta. 

Sjá athugasemdirnar