23 Mars 2016 12:51

Embætti ríkislögreglustjóra heldur áfram að afla upplýsinga frá erlendum öryggisstofnunum og lögregluyfirvöldum um hryðjuverkin í Brussel. Ráðstafanir sem gerðar voru í gær til að efla eftirlit lögreglu á Keflavíkurflugvelli verða áfram í gildi þar til annað verður ákveðið.

 

Í dag sendi ríkislögreglustjóri eftirfarandi erindisbréf til allra lögreglustjóra og lögreglumanna um uppflettingar lögreglu í fjölþjóðlegum upplýsingakerfum:

 

„ Í ljósi aukinnar hryðjuverkaógnar í Evrópu hefur Interpol beint því til aðildarríkja að leggja fyrir lögregluyfirvöld að nýta þau úrræði sem til staðar eru svo hafa megi hendur í hári hryðjuverkamanna. Með hliðsjón af þessu og fyrri tilmælum ríkislögreglustjóra, leggur ríkislögreglustjóri fyrir lögreglustjórana að gera það að skyldu lögreglumanna að fletta einstaklingum, sem þeir hafa afskipti af, upp í Interpol og Schengen upplýsingakerfunum.

 

Þá er sérstaklega lagt fyrir lögreglustjóra sem annast landamæragæslu að fylgjast grannt með mögulega fölsuðum ferðaskilríkjum.“

 

Ríkislögreglustjóri