23 Mars 2023 14:04
Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar sl. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp.
Rannsóknin málsins, sem er nokkuð umfangsmikil, hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu.
Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.