21 Maí 2008 12:00

Evrópukeppni í knattspyrnu 2008, verður haldin í Austurríki og Sviss, dagana, 7. – 29. júní 2008.

Austurrísk yfirvöld hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að tekið verður upp persónueftirlit á öllum landamærum landsins frá 2. júní 2008 til 1. júlí 2008. Þetta er gert samkvæmt, 23. gr., í kafla 2, í reglugerð 562/2006 „Regulation (EC) No 562/2006 of the European Parliament and of the council of 15 March 2006“. (Schengen Borders Code), sbr. 30. gr. reglugerðar um för yfir landamæri nr. 1212/2007.

Af þeim sökum verða þeir sem ferðast til Austurríkis á þessu tímabili, að vera með gild ferðaskilríki meðferðis. Einu ferðaskilríkin sem íslensk yfirvöld gefa út eru íslenskt vegabréf.