30 September 2014 12:00

Í lok ágúst kom upp grunur um að lögreglumaður við embættið hefði brotið af sér í starfi. Mál hans var skv. 35. gr. lögreglulaga tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól lögreglustjóranum á Eskifirði meðferð málsins. Starfsmanninum var vikið um stundarsakir úr starfi og mál hans lagt fyrir nefnd skv. 27. gr. laga nr.70/1996. Málið er til rannsóknar hjá sérstakri rannsóknardeild lögreglustjórans á Eskifirði.