21 Október 2009 12:00
Fréttatilkynning frá Lögreglunni á Suðurnesjum
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun í dag leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir þeim 5 Litháum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi undanfarið vegna gruns um aðild að ætluðu mansali.
Þá mun verða lögð fram gæsluvarðhaldskrafa yfir þremur íslenskum karlmönnum sem handteknir voru vegna rannsóknar málsins í gær. Krafist verður vikugæsluvarðhalds yfir öllum þessum aðilum.
Tvær konur sem handteknar voru í gær hafa verið yfirheyrðar og hefur önnur þegar verið látin laus en hin verður væntanlega látin laus í dag eftir frekari yfirheyrslu.
Húsleitir voru gerðar á 6 stöðum í gær og ýmis gögn haldlögð til frekari rannsóknar.
Stefnt er að því að halda fréttamannafund síðar í dag.