18 Október 2009 12:00

Fréttatilkynning frá Lögreglunni á Suðurnesjum

varðandi rannsókn á ætluðu mansali

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist í dag gæsluvarðhalds yfir tveimur Litháum sem taldir eru tengjast ætluðu mansali. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfuna og er mönnunum gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 21. október n.k. kl. 16:00. Nú sitja því alls 5 menn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Einn maður var handtekinn í dag vegna rannsóknar málsins og verður hann yfirheyrður á morgun.

Upplýsingar hafa nú borist frá litháískum lögregluyfirvöldum fyrir milligöngu Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjórans sem staðfesta að þær upplýsingar sem litháíska konan gaf um nafn sitt og fæðingardag séu réttar.

Fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefur unnið stöðugt að rannsókn málsins undanfarna daga. Rannsóknin er nú á viðkvæmu stigi og ekki unnt að tjá sig frekar um hana á þessari stundu.