22 Október 2012 12:00

Fréttatilkynning frá lögreglunni á Vestfjörðum mánudaginn 22. október 2012.

Klukkan 03:43 er lögreglumenn sem á vakt voru á Ísafirði, sinntu útkalli vegna skemmda og ölvunarláta í bænum, var brotist inn á lögreglustöðina .  Einn maður var þar að verki.  Hann fór beint í bílgeymslu lögreglunnar, tók þar jeppabifreið lögreglu og ók honum út úr bílgeymslunni og um nokkrar götur í bænum.  Talsverð hálka var á götum bæjarins.  Af vegsummerkjum að dæma ók hann mjög ógætilega um bæinn og endaði akstur sinn á gangstíg í Miðtúni.  Lögreglubifreiðin er mikið skemmd eftir akstur hans.   Skömmu síðar handtóku lögreglumenn hann rétt innan við Miðtúnið á Ísafirði.  Þessi maður var á ferðinni um bæinn í nótt og hafði lögreglan afskipti af honum.  Lögreglan veit að maðurinn var inni á Kirkjubólshlíð skömmu fyrir atburðinn.  Þaðan hefur hann fengið far til Ísafjarðar.  Lögreglan leitar að vitnum .  Hver sá sem getur veitt einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna á Ísafirði í síma 450 3731.