12 Nóvember 2015 14:11

Maður úrskurðaður í gæsluvarðhald á Akureyri

Þann 25. júlí s.l. var ráðist inn í tjald hjá erlendum ferðamanni á tjaldstæðinu í Hrísey. Um var að ræða 17 ára stúlku og bar hún að maður hefði veist að henni kynferðislega og einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. Sagði hún árásarmanninn hafa verið grímuklæddan. Konan hlaut nokkra áverka.  Á sínum tíma var  maður á þrítugsaldri handtekinn  grunaður um verknaðinn og úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins en látinn laus eftir að rannsóknarhagsmunir gáfu ekki tilefni til frekari gæsluvarðahalds á þeim tíma.

Í gærdag þann 11. nóvember var sami aðili handtekinn á ný grunaður um verknaðinn eftir að niðurstöður úr DNA rannsóknum lágu fyrir. Var hann nú í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands eystra til 10. desember n.k. Var það gert á grundvelli alvarleika málsins.