18 Nóvember 2016 11:52

Ríkislögreglustjóri vill upplýsa að vegna öryggisbrests í fjarskiptabúnaði lögreglu verða á næstu dögum öll fjarskipti lögreglumanna embættisins dulkóðuð, þar með talið sérsveit ríkislögreglustjóra. Reiknað er með því að öll lögregluembætti landsins verði á næstunni komin með slíkan búnað. 

Ríkislögreglustjóri, 18. nóvember 2016