6 Júní 2007 12:00

Eins og áður hefur komið fram í fréttum var kveiktur eldur í timbri í porti þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjarbæjar, þann 4. júní s.l.  Þótti strax ljóst af ummerkjum að þarna hafi verið um íkveikju að ræða.  Hóf lögregla þegar rannsókn á brunanum.

Fljótlega fóru böndin að berast að ungum drengjum, á 14. ári, sem sést höfðu við vettvang um það leyti sem eldurinn kviknaði.  Var rætt við drengina og viðurkenndu þeir að hafa kveikt eldinn.  Voru þeir að fikta við að kveikja í bensíni en misstu tök á eldinum sem magnaðist.

Var því þarna um að ræða fikt sem fór úr böndunum.

Málið telst upplýst.