24 Nóvember 2007 12:00

Þriðjudaginn 20. nóvember s.l. handtók sérsveit ríkislögreglustjórans tvo menn á höfuðborgarsvæðinu þar sem annar þeirra var grunaður um ólögmæta dvöl hér á landi.

Við öryggisleit á mönnunum fundust meint fíkniefni og í framhaldinu tók fíkniefnadeild LRH við rannsókn málsins. Sá sem grunaður var um ólögmæta dvöl hér á landi heitir Tomas Malakauskas og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember n.k.

Greiningardeild og sérsveit ríkislögreglustjórans hófu leit að viðkomandi vegna þess að grunur lék á að maðurinn sem nú sætir gæsluvarðhaldi hafi farið hér huldu höfði eftir að honum hafi verið brottvísað frá Íslandi fyrir alvarlegt brot og í framhaldinu meinuð endurkoma til landsins.