10 Október 2014 12:00

Eins og kunnugt er þá þarf fólk að endurnýja ökuskírteini sín örar eftir að 70 ára aldri er náð og þegar fólk verður 80 ára þarf að endurnýja ökuskírteini árlega.

Í dag eru samtals 19.915 einstaklingar, sem náð hafa 70 ára aldri eða meira með gild ökuskírteini og sá elsti er 102 ára.   Hér fyrir neðan er til gamans birtur listi yfir fjölda einstaklinga með gild ökuskírteini, eftir aldri, og að auki listi yfir aldur og heimabæ þeirra sem eru orðnir eldri en 95 ára.  

Til gamans má geta þess að þegar aldurshöfðinginn á listanum sótti um ökuskírteini síðast tók sú sem afgreiddi hann sérstaklega til þess hve ern og skemmtilegur hann var og með allt á hreinu.   Einhverjir kynnu að setja út á það að svo fjölmennur hópur fólks á þessum aldri séu úti í umferðinni, en það verður seint sagt að einbeitt áhættuhegðun í umferðinni fylgi þessum hópi.  Slíkt hefur löngum loðað við ákveðinn hóp þeirra sem nýlega hafa fengið ökuréttindi.

Fæðingarár

Aldur

Fjöldi

Aldur

Heimabær

1912

102

1

102

Kópavogur

1913

101

1

101

Fjarðabyggð

1915

99

2

99

Reykjavík

1916

98

3

99

Dalvík

1917

97

2

98

Árborg

1918

96

2

98

Fjarðabyggð

1919

95

8

98

Reykjavík

1920

94

20

97

Sauðárkrókur

1921

93

27

97

Reykjavík

1922

92

46

96

Reykjavík

1923

91

65

96

Akranes

1924

90

89

1925

89

154

1926

88

200

1927

87

272

1928

86

364

1929

85

459

1930

84

573

1931

83

632

1932

82

721

1933

81

808

1934

80

921

1935

79

928

1936

78

1073

1937

77

1126

1938

76

1208

1939

75

1308

1940

74

1398

1941

73

1646

1942

72

1887

1943

71

1987

1944

70

1984