16 Janúar 2005 12:00

Þrír fulltrúar kennslanefndar, sem heyrir undir ríkislögreglustjóra, mun senn hefja störf á Phuket eyju við Indlandshaf í hópi með fulltrúum kennslanefnda hinna Norðurlandanna sem vinna að því að bera kennsl á lík þeirra er fórust í náttúruhamförunum á annan dag jóla.  Norska kennslanefndin leitaði eftir aðstoð íslensku nefndarinnar 13. janúar og fór þess á leit að minnst tveir tannlæknar úr nefndinni kæmu til aðstoðar við að auðkenna lík hinna látnu. 

Ríkislögreglustjóri lagði til við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að þessi aðstoð yrði veitt og féllst ráðherrann á þá tillögu.  Í hópi þeirra sem fóru utan eru tveir tannlæknar, þau Sigríður Rósa Víðisdóttir og Svend Richter, lektor, og Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.