11 Maí 2009 12:00

Út úr fangelsi – inn í kreppuna er yfirskrift morgunverðarfundur sem haldinn verður á Grand Hótel föstudaginn 15. maí. Erindi flytja Helga G. Halldórsdóttir, sviðsstjóri innanlandssviðs RKÍ, Guðbjörg S. Bergsdóttir, félagsfræðingur við embætti ríkislögreglustjóra, Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns. Fundarstjóri er Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu. Fundurinn er haldinn fyrir tilstilli samráðsnefndar um málefni fanga en í nefndinni situr m.a. fulltrúi frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá nánar um morgunverðarfundinn hér.