24 Maí 2005 12:00

Síðastliðna tvo mánuði hefur ríkislögreglustjóri fundað með öllum lögreglustjórunum, sem eru 26 talsins. Boðaði hann hvern og einn til fundar við sig ásamt yfirlögregluþjónum eða öðrum yfirmönnum þar sem farið var yfir áherslur, markmiðasetningu og árangur löggæslunnar. Fyrir fund sendi viðkomandi lögreglustjóri ítarlega samantekt sem svar við tilteknum spurningum ríkislögreglustjóra er síðan var fjallað um. Þetta mæltist vel fyrir og það er mat ríkislögreglustjóra að fundirnir hafi styrkt tengsl embættisins við löggæsluna í landinu.

Fundalotunni lauk föstudaginn 20. maí. Myndirnar voru teknar  við það tækifæri, sú efri er frá fundi með lögreglustjóranum í Reykjavík en sú neðri með lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum.