17 Febrúar 2015 15:57

Fulltrúar ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranna  á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum áttu í gær samráðsfund með aðstoðarríkislögreglustjóra Litháens og yfirmönnum rannsóknarlögreglu landsins.  Fundurinn er liður í sérstöku átaki lögregluyfirvalda í Litháen til að efla samstarf við erlendar löggæslustofnanir í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi.  Á fundinum kynntu fulltrúar lögreglunnar í Litháen hvernig mat er lagt á skipulagða brotastarfsemi í landinu og það síðan nýtt til að ákveða áherslur og forgangsröðun verkefna.  Á fundinum fóru jafnframt fram umræður um samstarf og upplýsingaskipti.  Fundurinn þótti gagnlegur og stefna lögregluliðin að aukinni samvinnu.

Haraldur Johannessen, Ríkislögreglustjórinn og Renatas Pozela, Deputy Police Commissioner General.

Haraldur Johannessen, Ríkislögreglustjóri og Renatas Pozela, Deputy Police Commissioner General.