21 Ágúst 2013 12:00

Dagana 21.-22. ágúst stendur yfir árlegur fundur ríkislögreglustjóra Norðurlandanna og er hann haldinn í Reykjavík. Fundirnir eru haldnir árlega og skiptast löndin á að fara með gestgjafahlutverkið. Er þetta í fjórða sinn sem fundurinn er haldinn hér á landi í boði ríkislögreglustjóra. Að þessu sinni verður meðal annars fjallað um samkomulag milli lögregluyfirvalda norrænu landanna um lögreglusamvinnu, árangursstjórnun, tölvuárásir og Prüm samkomulagið.

Á myndinni má sjá fundargesti ásamt fulltrúum embættis ríkislögreglustjóra.